Loading…

Norrænar vinnustofur á Ítalíu í mars 2019 - skráning

18. desember 2018

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland standa fyrir sameiginlegum vinnustofum á Ítalíu dagana 20. og 21. mars 2019. Fyrri daginn, þann 20. mars, verður boðið upp á vinnustofu í Róm og seinni daginn í Mílanó. Komin er hefð fyrir norrænni vinnustofu í Mílanó ár hvert og hefur hún verið mjög vel sótt. Núna var ákveðið að bæta við vinnustofu í Róm þar sem eftirspurnin hefur verið mikil þar í borg.

Á vinnustofunum verða Norðurlöndin sem ferðaáfangastaðir kynnt. Þar gefst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ítalska ferðaþjónustuaðila.

Verð og skráning:

Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni í Róm er 900 € á fyrirtæki.
Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni í Mílanó er 1.700 € á fyrirtæki.
Mismunur í verði skýrist af umfangi vinnustofanna. Athugið að verð miðast við einn þátttakanda frá hverju fyrirtæki. 

Innifalið í þátttökugjaldi er:
- Móttökuborð
- Skráning í bækling
- Kynning fyrirtækis á vefsíðu vinnustofunnar og á fleiri miðlum
- Markaðsupplýsingar um ítalska ferðaheildsala sem skrá sig.
- Hádegisverður meðan á vinnustofu stendur.

Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði (lestarferð milli Rómar og Mílanó er þó innifalinn í þátttökugjaldi). 

Áhugasamir eru hvattir til að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 18. desember nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, sigridur@islandsstofa.is


 

Norrænar vinnustofur á Ítalíu í mars 2019 - skráning

Deila