Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Norrænar vinnustofur á vefnum með ítölskum ferðaþjónustuaðilum

18. nóvember 2020

Dagana 18. og 19. nóvember fer fram vefvinnustofa norrænna ferðaþjónustufyrirtækja með ítölskum ferðaþjónustuaðilum.

Á vinnustofunni gefst íslenskum, norskum, dönskum og finnskum fyrirtækjum kostur á að rækta viðskiptasambönd og stofna til nýrra við um 100 ferðaþjónustuaðila um alla Ítalíu. Vinnustofan er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland.

Viðburðurinn fer fram á netinu dagana 18. og 19. nóvember 2020 frá kl. 7.00 til 17.00.

Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is eða í síma 847-7021.


Norrænar vinnustofur á vefnum með ítölskum ferðaþjónustuaðilum

Deila