Loading…

Norrænar vinnustofur á Ítalíu

18. mars 2020

Íslandsstofa stendur fyrir norrænum vinnustofum á Ítalíu dagana 18. og 19. mars nk., í samstarfi við Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland. Þann 18. mars verður haldin vinnustofa í Róm og hinn 19. mars í Mílanó. Á vinnustofunum verða Norðurlöndin sem ferðaáfangastaðir kynnt.

Íslandsstofa stendur fyrir þátttöku íslenskra ferðaþjónustuaðila í vinnustofunum en þar gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig ásamt fulltrúum hinna Norðurlandanna og koma á viðskiptasamböndum við ítalska ferðaþjónustuaðila.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, sigridur@islandsstofa.is


Norrænar vinnustofur á Ítalíu

Deila