Loading…

Norræn vinnustofa í Þýskalandi

15. september 2020

Íslandsstofa stendur fyrir norrænni vinnustofu í Frankfurt í Þýskalandi þann 15. september 2020, ásamt Visit Denmark og Visit Finland, þar sem löndin þrjú verða kynnt sem ferðaáfangastaðir.

Á vinnustofunni gefst íslenskum ferðaþjónustuaðilum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­sam­böndum við þýska ferðaþjónustuaðila.

Verð og skráning:

Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni er 1.600 € á fyrirtæki. Einnig er hægt að deila borði með öðru fyrirtæki og lækkar þá kostnaðurinn (sjá nánar í skráningarformi).

Innifalið í þátttökugjaldi er:

- Móttökuborð
- Skráning í vinnustofubækling
- Kynning fyrirtækis á vefsíðu vinnustofu og á fleiri miðlum
- Hádegisverður meðan á vinnustofu stendur.

Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

Áhugasamir um þátttöku eru hvattir til að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 27. janúar nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, sigridur@islandsstofa.is


Norræn vinnustofa í Þýskalandi

Deila