Loading…

Norræn fjármögnun grænna verkefna - KYNNINGARFUNDUR

12. september 2019 09:00

Kynningarfundur um Nopef (Norræna verkefnaútflutningssjóðinn) og NEFCO (Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið) fer fram Í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 12. september nk. kl. 9.00-10.30.

Íslensk fyrirtæki eiga möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Á fundinum verða hlutverk og starfsemi Nopef og NEFCO kynnt auk þess sem tvö fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við félögin. Að fundinum standa Íslandsstofa, Samtök iðnaðarins, NEFCO og Nopef.

Framsögumenn á fundinum verða:

  • Mikael Reims, framkvæmdastjóri Nopef
  • Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO
  • Þorsteinn Ingi Víglundsson, Thor Ice Chilling Solutions
  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Carbon Recycling International (CRI)

Mikael og Þórhallur verða einnig til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir. 

ATH. BREYTT STAÐSETNING - Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins (1. hæð), Borgartúni 35, 105 Reykjavík og er öllum opinn. Skráning er þó nauðsynleg.

SKRÁNING

 

Hlutverk NOPEF er að hvetja til þátttöku norrænna fyrirtækja í verkefnum á alþjóðavettvangi, með áherslu á verkefni tengd umhverfisvænum lausnum. Sjóðurinn veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum hagstæð, vaxtalaus lán og styrki til undirbúnings verkefna í löndum utan EES. Sjá nánar á www.nopef.com       

NEFCO er alþjóðleg fjármálastofnun sem fjármagnar fjölbreytt verkefni með norrænum fyrirtækjum í útrás þeirra á erlenda markaði. Hlutverk NEFCO er að styðja við grænan hagvöxt og útflutning á grænum lausnum. Kjarnasvæði NEFCO eru 10 lönd í Mið- og Austur-Evrópu með áherslu á Eystrasaltsríkin, Pólland, Rússland og Úkraínu en NEFCO getur einnig fjármagnað verkefni norrænna fyrirtækja á heimsvísu. Öllum verkefnum NEFCO er ætlað að skila umhverfislegum ávinningi. Sjá nánar á www.nefco.org

Norræn fjármögnun grænna verkefna - KYNNINGARFUNDUR

Deila