Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Norðurlöndin - Leiðandi í átt að kolefnishlutleysi

21. október 2020

Grænvangur stendur fyrir viðburði í netheimum miðvikudaginn 21. október kl 13.00, í samstarfi við Climate Action sem starfar undir Lofslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. 

Fjallað verður um markmið þjóðanna og hvernig þekking þeirra getur nýst öðrum til að stíga skref í átt að kolefnishlutleysi. Þá verður sérstaklega skoðað mikilvægi orkuskipta í samgöngum, kostir húshitunar með jarðvarma og hringrásarhagkerfið.

Framsögumenn:

- Guðmundur Ingi, Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
- Tony Christian Tiller, aðstoðarmaður orku- og olíuráðherra Noregs
- Kristoffer Böttzauw, aðalframkvæmdastjóri Orkumálastofnunar Danmerkur 
- Dolf Gielen, formaður nýsköpunar og rannsóknarsviðs IRENA.

Hver mælandi heldur stutta tölu (5 mínútur hver) og þvínæst fara fram umræður þar sem þátttakendur geta borið upp spurningar.

Fulltrúi frá Nordic Energy Research mun stýra fundi og umræðum.


Norðurlöndin - Leiðandi í átt að kolefnishlutleysi

Deila