Loading…

Nordic Life Science Investment Day - FRESTAÐ

8. september 2020

Íslandsstofa stendur að Nordic Life Science Investment Day (NLSInvest) sem halda átti í Malmö þann 8. september í samstarfi við norrænar stofnanir, samtök og klasa í lífvísindum. Viðburðinum hefur nú verið frestað til apríl 2021.

Á NLSDInvest gefst norrænum fyrirtækjum í lífvísindum tækifæri til að kynna sig fyrir fjárfestum alls staðar að úr heiminum.

Sótt er um aðgang á vef viðburðarins og mun nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar allra Norðurlandanna, velja að minnsta kosti 60 fyrirtæki til þátttöku

Fyrirtækin kynna sig fyrir fjárfestum í þremur flokkum: 1) Pharma/Biopharma, 2) Medtech/Diagnostics, 3) Digital/E-Health

Í lok dags velja fjárfestar vinningshafa í hverjum flokki, í allt 12 fyrirtæki

Í kjölfarið býðst þessum 12 að kynna sig og keppa um verðlaun á Nordic Life Science Days (NLSDays) ráðstefnunni.

Öllum 60+ fyrirtækjunum sem valin eru til þátttöku býðst einnig að taka þátt í NLSDays

Fyrirtækin greiða hvorki þátttökugjöld á NLSInvest né á NLSDays en þurfa sjálf að greiða ferða- og gistikostnað

NLSInvest er ný viðbót við dagskrá ráðstefnunnar NLSDays. Ráðstefnan er stærsti tengslaviðburður á Norðurlöndum fyrir fyrirtæki í lífvísindum og dró á síðasta ári að sér meira en 1300 þátttakendur frá rúmlega 40 löndum sem tóku þátt í ríflega 3000 fundum. Íslensk fyrirtæki hafa sótt ráðstefnuna í gegnum árin en áhugi er á að auka sýnileika þeirra enn frekar.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@invest.is


Nordic Life Science Investment Day - FRESTAÐ

Deila