Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Nordic Life Science Invest í apríl 2021 - umsóknarfrestur fyrirtækja

31. desember 2020

Íslandsstofa stendur að fjárfestingaviðburðinum Nordic Life Science Invest (NLSInvest) í samstarfi við norrænar stofnanir, samtök og klasa í lífvísindum. Viðburðurinn fer fram rafrænt þann 19. apríl 2021.

Á NLSInvest gefst norrænum fyrirtækjum í lífvísindum tækifæri til að kynna sig fyrir fjárfestum alls staðar að úr heiminum.

Búið er að opna fyrir umsóknir fyrirtækja um þátttöku í viðburðinum og valið verður inn í þátttakendahópinn jafnt og þétt fram til loka febrúar. Við hvetjum því áhugasöm fyrirtæki til að kynna sér viðburðinn og viðmið um val þátttakenda og sækja um fyrr en síðar.

Sótt er um þátttöku á vef viðburðarins og mun nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar allra Norðurlandanna, velja í allt að minnsta kosti 60 fyrirtæki til þátttöku

Fyrirtækin kynna sig fyrir fjárfestum í þremur flokkum: 1) Pharma/Biopharma, 2) Medtech/Diagnostics, 3) Digital/E-Health

Í lok dags velja fjárfestar fjóra vinningshafa í hverjum flokki, í allt 12 fyrirtæki sem býðst að endurtaka kynningu sína á Nordic Life Science Days ráðstefnunni 20. apríl. Öllum 60+ fyrirtækjunum sem valin eru til þátttöku í NLSInvest býðst einnig að taka þátt í NLSDays án endurgjalds.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU

NLSInvest er ný viðbót við dagskrá ráðstefnunnar NLSDays sem fer fram dagana 20.- 23. apríl 2021. Ráðstefnan er stærsti tengslaviðburður á Norðurlöndum fyrir fyrirtæki í lífvísindum og dró á síðasta ári að sér meira en 1300 þátttakendur frá rúmlega 40 löndum sem tóku þátt í ríflega 3000 fundum. 

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is


Nordic Life Science Invest í apríl 2021 - umsóknarfrestur fyrirtækja

Deila