Loading…

Morgunverðarfundur um markaði Rómönsku Ameríku

1. nóvember 2019 08:30

Föstudaginn 1. nóvember efnir Íslandsstofa til kynningarfundar fyrir aðila í ferðaþjónustu um markaði Rómönsku Ameríku (e. Latin America). Á fundinum verða markaðir þar kynntir og hugsanleg tækifæri á nokkrum af stærri mörkuðum álfunnar s.s. Brasilíu og Argentínu.

Fyrirlesari á fundinum verður Danielle Clouzet Roman, forstjóri Interamerican Network í Brasilíu. Danielle á að baki langa reynslu í almannatengslum með sérhæfingu í ferðaþjónustugeiranum. Höfuðstöðvar Interamerican Network eru í São Paulo í Brasilíu en auk þess er fyrirtækið með starfsstöðvar í Argentínu, Kólumbíu, Chile og Ecuador.

Fundurinn fer fram kl. 8.30-10.00 á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1, í salnum Gullfossi.

Húsið opnar kl. 8.00 og verður boðið upp á léttan morgunverð.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig hér að neðan. 

SKRÁ MIG NÚNA 


Morgunverðarfundur um markaði Rómönsku Ameríku

Deila