22. september 2021

MICE-Land 2021

Íslandsstofa og Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til fundar um framtíðarhorfur í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu (MICE) hér á landi.

Íslandsstofa (Meet in Reykjavík) og Samtök ferðaþjónustunnar bjóða þér ásamt gesti á fund um framtíðarhorfur í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu (MICE) hér á landi. Fundurinn fer fram í Silfurbergi Hörpu 29. september frá kl. 15-18. Í lok fundar verða laufléttar veitingar og netagerð í boði Meet in Reykjavík og SAF.

Aðalfyrirlesari fundarins er Annika Rømer forstöðumaður hjá “Copenhagen Legacy Lab”. Auk þess að stýra „Copenhagen Legacy Lab“ er hún frumkvöðull og ráðgjafi og hefur lengi skoað langtíma ábata ráðstefnu- og fundarhalds í víðara samhengi en efnahagslegs ávinnings.

SKRÁNING Á MICE-LAND 2021

DAGSKRÁ

Ráðstefnuborgin Reykjavík
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur

Copenhagen Legacy Lab
- Annika Rømer, forstöðumaður hjá Copenhagen Legacy Lab  

Heiðrun Gestgjafa
- Ársæll Harðarson, stjórnarformaður Meet in Reykjavík

Hugarflug
- Bergur Ebbi Benediktsson                         

Lokaorð
- Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu

Fundarstjóri: Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

Nánari upplýsingar veitir Sigurjóna Sverrisdóttir, sigurjona@islandsstofa.is


 

 

Sjá allar fréttir