22. september 2021

Matarferðaþjónusta: Okkur að góðu á Austurlandi

Við vekjum athygli á eftirfarandi viðburðum sem fara fram dagana 30. september til 2. október nk. - á Austurlandi og á netinu.

Við vekjum athygli á eftirfarandi viðburðum sem fara fram dagana 30. september til 2. október nk. - á Austurlandi og á netinu.

Ráðstefnan Nordic Food in Tourism verður haldin þann 30. september í Hótel Valaskjálf. Þar verður kynntur afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna en hún mun einnig vera aðgengileg á rafrænu formi. 

Hacking Austurland fer fram í Neskaupstað dagana 30. september til 2. október. Vinningshafar keppninnar verða kynntir á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fer fram 2. október í Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað.

Matarmót á vegum Austurbrúar verður haldið 1. október í Hótel Valaskjálf frá kl. 14-17. Spennandi kynningar frá matvælaframleiðendum á Austurlandi auk þess sem boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra.

Nánari upplýsingar veita Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, dora@austurbru.is og Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, adda@austurbru.is


Sjá allar fréttir