Loading…

Kallað eftir upplýsingum um hagsmuni íslenskra fyrirtækja

17. september 2020

Ísland tekur þátt í samningaviðræðum um viðskiptamál, loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun 
- Kallað eftir upplýsingum um hagsmuni íslenskra fyrirtækja

Ísland mun taka þátt í viðræðum hóps aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um gerð samnings um loftslagsbreytingar, viðskipti og sjálfbæra þróun sem hefjast á næstu vikum. Viðræðurnar miða að því að afnema tolla á umhverfisvænar vörur, auka frelsi á sviði umhverfisvænnar þjónustu, afnema skaðlega ríkisstyrki á jarðefnaeldsneyti og gera leiðbeiningar um þróun og notkun umhverfismerkinga.

Afnám tolla á umhverfisvænar vörur og aukið frelsi á umhverfisvæna þjónustu hefur verið til umræðu án árangurs í nokkurn tíma beint og óbeint undir hatti Alþjóðarviðskiptastofnunarinnar. Strandað hefur á skilgreiningunni á því hvað falli undir umhverfisvænar vörur. Vonir standa til að þegar fámennur hópur ríkja tekur þátt í umræðunum verði hægt að ná samkomulagi sem önnur ríki geti í kjölfarið gerst aðilar að. Auk Íslands taka Noregur, Sviss, Nýja Sjáland, Kosta Ríka og Fiji þátt í viðræðunum.

Kynningarfundur 17. september 

Umræður um niðurfellingu tolla snúa eingöngu að iðnaðarvörum sem hafa umhverfisvænt gildi. Engin matvæli munu falla undir skilgreininguna, hvort sem er sjávarafurðir eða landbúnaðarafurðir. Utanríkisráðuneytið óskar eftir upplýsingum um hagsmuni íslenskra fyrirtækja og mun standa fyrir kynningarfundi í gegnum fjarfundarbúnað þann 17. september nk. kl. 14.

SKRÁ MIGKallað eftir upplýsingum um hagsmuni íslenskra fyrirtækja

Deila