Loading…

JATA ferðakaupstefnan í Osaka

24. október 2019

Íslandsstofa stefnir að því að taka þátt í JATA ferðakaupstefnunni sem fer fram dagana 24.- 27. október nk. í borginni Osaka, að því gefnu að næg þátttaka náist. Þetta er í fyrsta sinn sem kauppstefnan er haldin í Osaka og fer hún nú fram mánuði seinna en tíðkast hefur. 

Dagarnir 24. og 25. október eru ætlaðir fagfólki (B2B) en seinni tvo dagana er opið fyrir almenning. JATA er helsta ferðakaupstefna Japans og er hún haldin árlega. Þar gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu kostur á að kynna starfsemi sína og eiga fundi með ferðaskipuleggjendum á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000


JATA ferðakaupstefnan í Osaka

Deila