Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Íslandsstofa óskar eftir öflugum greinanda

7. ágúst 2020

Íslandsstofa leitar að öflugum sérfræðingi með ríka þekkingu og brennandi áhuga á hagtölum og útflutningi, greiningum og miðlun tölulegra upplýsinga. Starfið heyrir undir svið viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu. Starfið felur meðal annars í sér upplýsingaöflun, greiningu, úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu, þar á meðal á sviði útflutnings og erlendra fjárfestinga.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingaöflun, greining, úrvinnsla og framsetning upplýsinga á sviði útflutningstölfræði, erlendra fjárfestinga, ferðaþjónustu og öðrum sviðum sem tengjast starfsemi Íslandstofu.
- Samskipti og samvinna við hagaðila varðandi tölfræðigreiningar og framsetningu upplýsinga á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu.
- Samstarf við Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands um greiningar á starfssvæðum viðskiptaþjónustu Utanríkisráðuneytisins.
- Umsjón með gagnabönkum sem Íslandsstofa hefur aðgang að og notkun þeirra.

Menntunar- og hæfniskröfur

-  Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hagfræðimenntun eða sambærileg menntun er kostur.
-  Haldgóð reynsla af greiningum, framsetningu greiningarefnis, skýrslugerð og kynningu efnis er kostur
 - Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
-  Færni í að setja fram og miðla upplýsingum og koma fram og halda kynningar á íslensku og ensku.
 - Frumkvæði, metnaður, færni í að starfa í hóp og góð samskiptahæfni.
 - Brennandi áhugi á íslensku viðskiptalífi og starfssviði Íslandsstofu

Áhugasamir sendi inn umsóknir í gegnum Alfreð.is fyrir 7. ágúst nk.  

Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar, bergthora@islandsstofa.is 


Íslandsstofa óskar eftir öflugum greinanda

Deila