Loading…

Innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna – rafrænt útboðsþing

25. janúar 2021

Útboðsþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir norræn fyrirtæki verður haldið verður haldið á rafrænu formi dagana 25.- 26. janúar 2021.

Þingið er mikilvægur vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum til að kynnast þeim tækfærum sem felast í viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar og kynna vörur sínar og þjónustu fyrir öllum þátttakendum. Á þinginu munu fulltrúar einstakra stofnana SÞ kynna innkaupaferla og gefa raunhæf dæmi um kaup og áætlaða þörf á vörum og þjónustu. Þá gefst þátttakendum tækifæri til að eiga fundi með öðrum fyrirtækjum og hlusta á sögur þeirra sem hafa reynslu af viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar.

Hér má nálgast drög að dagskrá 

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is 


Innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna – rafrænt útboðsþing

Deila