Loading…

Innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna – rafrænt útboðsþing

27. nóvember 2020

Íslandsstofa vekur athygli á útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir norræn fyrirtæki sem haldið verður rafrænt dagana 25.- 26. janúar 2021.
Einnig er fyrirtækjum bent á að nýta sér vefkynningar sem boðið verður upp á í aðdraganda þingsins, í nóvember og desember 2020 (nánar að neðan). 

Þingið er mikilvægur vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum þar sem hægt verður að kynnast þeim tækfærum sem útboð Sameinuðu þjóðanna hafa upp á að bjóða.

Á þinginu munu fulltrúar stofnana SÞ kynna innkaupaferla og gefa raunhæf dæmi um kaup og áætlaða þörf á vörum og þjónustu. Þá gefst fyrirtækjum sem ekki hafa verið í viðskiptum við SÞ áður tækifæri á að fá leiðsögn hvað varðar skráningarferli og önnur atriði sem tengjast viðskiptum fyrirtækja við stofnanir SÞ.

Þátttakendum gefst einnig tækifæri á að óska eftir viðtölum við fulltrúa einstakra stofnana til að kynna vörur og þjónustu, ræða möguleika á samstarfi og mynda persónuleg tengsl. 
Nánari upplýsingar

Vefkynningar í aðdraganda þingsins 


17. nóvember 2020 kl. 14-15
 
Kynning á UN Global Marketplace gagnagrunninum, þar sem öll fyrirtæki sem vilja selja til UN verða að skrá sig. Nánari upplýsingar og skráning á viðburð.

15. desember 2020 kl. 14-15
Kynning á fyrirkomulagi útboðsþingsins í janúar þannig að þátttakendur geti undirbúið sig sem best og fengið sem mest út úr þátttöku í þinginu. Nánari upplýsingar og skráning á viðburð þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is 


Innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna – rafrænt útboðsþing

Deila