26. febrúar 2021

Heimstorg Íslandsstofu opnar

Miðvikudaginn 3. mars verður Heimstorg Íslandsstofu opnað.

Miðvikudaginn 3. mars kl. 13.30 verður Heimstorg Íslandsstofu opnað. Heimstorgið er upplýsinga- og samskiptagátt fyrirtækja sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar. 

Fundinum verður streymt beint frá Hörpu og geta áhugasamir fylgst með á þessari síðu

DAGSKRÁ:

  • Opnun Heimstorgsins – Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

  • Heimstorgið – Brynhildur Georgsdóttir og Pétur Þ. Óskarsson frá Íslandsstofu

  • Reynslusaga af fjarmörkuðum - Hákon Stefánsson, stjórnarmaður Creditinfo Group

  • Fundarstjóri – Frú Eliza Reid

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Georgsdóttir, brynhildur@islandsstofa.is 


 

Sjá allar fréttir