Loading…

Heilsutengd ferðaþjónusta: Vettvangsferð til Spánar í september

18. ágúst 2019

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á því að heimsækja Termatalia sýninguna sem haldin verður dagana 17. - 21. september í Ourense á Spáni. Áhersla á sýningunni er jarðvarmi, heilsa og vellíðan og fer hún nú fram í 19. sinn. Termatalia er ein stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum og tengir Mið- og Suður Ameríku við markaði Evrópu og Asíu. Í fyrra komu yfir 6 þúsund gestir frá 30 löndum á sýninguna sem þá var haldin í Brasilíu.

Þátttaka í ferðinni er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki sem hafa hug á að kynna sér heilsutengda ferðaþjónustu nánar og vilja skoða áherslur annarra landa í þessum efnum.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að hafa samband við Oddnýju Arnarsdóttur á netfangið oddny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 18. ágúst nk. Skráning telst ekki bindandi.


Heilsutengd ferðaþjónusta: Vettvangsferð til Spánar í september

Deila