Loading…

Hægðu á þér til að komast af stað: Vinnustofa fyrir frumkvöðla

25. júní 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á "nýsköpunarhemilinn" Startup Westfjords. Um er að ræða vinnustofu fyrir frumkvöðla sem vilja taka næstu skref með sína hugmynd og fer hún fram í september. 

Sprotar og frumkvöðlar allstaðar að eru boðnir velkomnir í sjávarþorpið Þingeyri á Vestfjörðum þar sem fyrirlestrar og fundir með leiðbeinendum munu leggja grunn að sjálfstýrði vinnu mitt í náttúrufegurð Dýrafjarðar. Meginmarkmið viðburðarins er að gefa fólki færi á að hægja á sér, kúpla sig út úr amstri hversdagsins, skerpa hugann og endurvekja eldmóðinn fyrir verkefninu. 

Meðal leiðbeinenda eru fulltrúar frá Kerecis, Íslandsstofu, Poppins & Partners og Icelandic Startups. 

Blábankinn á Vestfjörðum stendur að Startup Westfjords. Vinnustofan er nú haldin í annað sinn og fer fram dagana 16. - 23. september. Viðburðurinn er án endurgjalds og verður hámarksfjöldi þátttakenda 15 manns. Áhugasamir eru því hvattir til að sækja um hið fyrsta á vefsíðunni www.startupwestfjords.is
Umsóknarfrestur er til 25. júní.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blábankans, info@blabankinn.is eða í síma 848-0787.


Hægðu á þér til að komast af stað: Vinnustofa fyrir frumkvöðla

Deila