Loading…

Framtíð okkar allra - Vinnustofa um hringrásarhugsun í íslensku atvinnulífi

19. febrúar 2020 13:00

Í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum tengjast fjölmargar aðgerðir hringrásarhagkerfinu og því að draga úr umhverfisáhrifum yfir alla virðiskeðju íslensks atvinnulífs. 
Grænvangur og Ungir umhverfissinnar bjóða til vinnustofu um málefnið 19. febrúar kl. 13-15 á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskráin samanstendur af áhugaverðum erindum á sviði hringrásarhagkerfis og stuttum vinnulotum þar sem þátttakendur ræða nánar saman í hópum á milli erinda og svara spurningum sem ræðumenn varpa fram. Markmiðið með viðburðinum er að leiða saman ungt fólk og aðila úr íslensku atvinnulífi til að ræða nauðsynlegar og raunhæfar aðgerðir í loftslagsmálum og leggja fram tillögur að lausnum. Sjá dagskrá hér að neðan. 

Verkefnastjórn aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum mun taka við niðurstöðum úr vinnulotum fundarins sem teknar verða til greina við endurskoðun áætlunarinnar.

SKRÁ MIG Á VINNUSTOFU


DAGSKRÁ

Húsið opnar kl. 12.45 og í boði verða léttar veitingar og kaffi.

13:00           Ávarp ráðherra 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

13:15           Hringrásarhagkerfið – hvað geta fyrirtækin gert?
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags, Umhverfisstofnun.

13:30           Vinnulota      

13:45           Í upphafi skyldi endinn skoða - úrgangur sem birtingaform sóunar!
Gyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og samfélagsábyrgð á umhverfis og fræðsludeild SORPU.            

14:00           Vinnulota

14:15           Umhverfisstjórnun fyrir rekstur og vöru
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU verkfræðistofu.

14:30           Vinnulota

14:45           Lokaorð og samantekt frá fundarstjórum 

Fundarstjórar eru Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir hjá Ungum umhverfissinnum. 

SKRÁ MIG Á VINNUSTOFU


Framtíð okkar allra - Vinnustofa um hringrásarhugsun í íslensku atvinnulífi

Deila