22. janúar 2021

Ferðaþjónusta eftir Covid

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið býður upp á fyrirlestur með Peter Strub framkvæmdastjóra Studiousus, sem er leiðandi ferðaheildsali í skipulögðum fræðslu- og menningarferðum í Evrópu.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið býður upp á fyrirlestur með Peter Strub framkvæmdastjóra Studiousus, miðvikudaginn 27. janúar kl. 9.00. Studiousus er leiðandi ferðaheildsali í skipulögðum fræðslu- og menningarferðum í Evrópu.

Studiousus er fremst í flokki í sjálfbærri ferðaþjónustu í heiminum og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir gæði og sjálfbærni. Fyrirtækið selur ferðir til um 120 landa, m.a. Íslands. Peter deilir sýn sinni um  ferðaþjónustu framtíðarinnar og þeim breytingum sem kunna að verða á ferðatilhögun ferðamanna eftir Covid.

Fundurinn fer fram á ensku. SKRÁ MIG


Sjá allar fréttir