Loading…

Ferðasýningin WTM í London - skráning

22. maí 2019

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni World Travel Market (WTM) í London dagana 4.- 6. nóvember nk. Sýningin er haldin árlega og er ein af stærstu sýningunum fyrir fagaðila (B2B) í ferðaþjónustu. Á WTM býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu því gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum.

Sýningin fer fram í ExCel sýningarhöllinni í London. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á þjóðarbás á sameiginlegu norrænu sýningarsvæði og sýnir undir merkjum Inspired by Iceland.

Pláss á básnum er takmarkað og eru áhugasamir því hvattir til að fylla meðfylgjandi skráningarform út fyrir 22. maí. Á skráningarsíðunni er jafnframt að finna upplýsingar um kostnað. 

Nánari upplýsingar veita María Björk Gunnarsdóttir, maria@islandsstofa.is og
Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is. Einnig má nálgast upplýsingar í síma 511 4000. 


Ferðasýningin WTM í London - skráning

Deila