Loading…

Ferðasýningin FITUR á Spáni

20. janúar 2021

Íslandsstofa stefnir að þátttöku í ferðasýningunni FITUR í Madrid dagana 20.-24. janúar 2021. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á spænska markaðinum.

Á FITUR býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar 20. - 22. janúar er fyrir fagfólk (B2B) en dagana 23. og 24. janúar er sýningin einnig opin almenningi (B2C).

Ef næg þátttaka næst mun Íslandsstofa skipuleggja þátttöku íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu á þjóðarbás Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir á netfangið sigridur@islandsstofa.is eða í síma 897 7950. 

Sjá einnig vefsíðu FITUR


Ferðasýningin FITUR á Spáni

Deila