Dagsetning:
27. september 2024
Ferðasýningin FITUR 2025 á Spáni
Skráningarfrestur er til 27. september
slandsstofa skipuleggur að vanda þátttöku á sameiginlegum Norrænum þjóðarbás og sýnir undir merkjum Visit Iceland.
Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á ferðasýningunni FITUR í Madrid á Spáni dagana 22.- 24. janúar 2024. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á spænska markaðnum. Á síðasta ári sóttu hana um 250.000 manns, þar af um 153.000 ferðaþjónustuaðilar.
Á FITUR býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar 22.- 24. janúar er fyrir fagfólk (B2B) en dagana 25. og 26. janúar er sýningin einnig opin almenningi (B2C).
Sýningin fer fram í IFEMA sýningarhöllinni í Madrid. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á sameiginlegum Norrænum þjóðarbás og sýnir undir merkjum Visit Iceland.
Verð:
Áætlaður kostnaður við þátttöku er um 580.000 á fyrirtæki, hámark tveir þátttakendur frá hverju fyrirtæki.
Athugið að flug, gisting og annar ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.
Skráning:
Áhugasöm um þátttöku eru beðin um að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 27. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Þórdís Pétursdóttir, thordisp@islandsstofa.is