Loading…

Ferðasýningin FITUR 2020 - skráning

15. júní 2019

Íslandsstofa vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á ferðasýninguna FITUR sem haldin verður dagana 22.- 26. janúar 2020 í Madrid á Spáni. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á spænska markaðinum. Á síðasta ári sóttu hana um 250 þúsund manns, þar af yfir 140 þúsund ferðaþjónustuaðilar.

Á FITUR býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar 22.- 24. janúar er fyrir fagfólk (B2B) en dagana 25. og 26. janúar er sýningin einnig opin almenningi (B2C).

Ísland verður, eins og á FITUR 2018 með þjóðarbás á sérstöku Evrópusvæði og sýnir þar undir merkjum Inspired by Iceland.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 15. júní nk

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, sigridur@islandsstofa.is eða í s. 897 7950.

Sjá einnig vefsíðu FITUR.


Ferðasýningin FITUR 2020 - skráning

Deila