Loading…

CITM sýningin og vinnustofur í Kína

12. nóvember 2018 07:30

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM (China International Travel Mart) ferðasýningunni sem haldin verður í Shanghai dagana 16.- 18. nóvember nk. 
Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Fyrstu tveir dagarnir eru eingöngu ætlaðir fagaðilum en síðasta daginn verður opið fyrir almenning. 

Dagana fyrir sýninguna eru áformaðar vinnustofur í borgunum Peking, 12. nóvember og Chengdu, þann 13. nóvember. Á vinnustofunum gefst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að hitta ferðasöluaðila á viðkomandi svæðum og stofna til nýrra viðskiptasambanda.

Kostnaður við þátttöku í CITM og vinnustofunum er samtals 350.000 kr., að hámarki.

Áhugasamir eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 29. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is 

CITM sýningin og vinnustofur í Kína

Deila