Loading…

China International Import Expo í Kína

6. nóvember 2020

Spennandi tækifæri fyrir útflytjendur

Kaupstefnan China International Import Expo (CIIE) fer fram í Shanghai í þriðja sinn dagana 5.- 10. nóvember nk. Á síðasta ári sóttu yfir 900.000 gestir kaupstefnuna og sýnendur voru um 3.800 talsins. Þátttaka í viðburðinum er kjörið tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki sem stefna á viðskipti á kínverska markaðinum. Ellefu íslensk fyrirtæki vorum með á Íslandsbásnum í fyrra og létu þau vel af þátttökunni.

Tekið hefur verið frá pláss á sameiginlegu svæði Íslands í tveimur sýningarhöllum, Consumer Goods og Food and Agriculture:  

Consumer Goods  (pdf)
Vörur sem falla undir eftirtalda flokka: Snyrtivörur, vörur fyrir ungabörn og nýbakaðar mæður, íþróttavörur, 
gæludýravörur, heilsuvörur, leikföng, gjafavörur, húsgögn og heimilisvörur, fatnaður og fylgihlutir, töskur, 
skófatnaður og fleira. 

Food and Agricultural Products (pdf)
Vörur á borð við: Kjötvörur, sjávarfang, drykkir og áfengi, mjólkurvörur, nasl, sælgæti, landbúnaðarvörur, 
krydd og fleira. 

Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, (berglind@islandsstofa.is) og Kristinn Björnsson (kristinnb@islandsstofa.is).


China International Import Expo í Kína

Deila