11. janúar 2022

Ársfundur Íslandsstofu í Grósku

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn föstudaginn 1. apríl kl. 14-15 í Grósku.

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn föstudaginn 1. apríl kl. 14-15 í Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík (fyrirlestrarsalur á 1. hæð).

Á fundinum verður farið yfir starfsemi Íslandsstofu á liðnu ári og markaðsáherslur framundan. Utanríkisráðherra mun ávarpa fundinn og boðið verður upp á gestafyrirlestur frá Lenny Stern hjá auglýsingastofunni M&C Saatchi sem sér um markaðsherferðir Ísland - Saman í sókn og vakið hafa verðskuldaða athygli.

Fundurinn er öllum opinn en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig.

DAGSKRÁ:

Verið velkomin
- Hildur Árnadóttir, formaður stjórnar Íslandsstofu

Ávarp ráðherra
- Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra

Vatnaskil
- Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

What the F—k just happened and what does that mean for how we do what we do! - Lenny Stern, M&C Saatchi

Fundarstjóri
- Sigríður Mogensen, sviðssjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar í anddyri Grósku.

-> SKRÁ MIG Á FUNDINN

Setja viðburð í dagatalið mitt


Sjá allar fréttir