26. febrúar 2021

Alþjóðlega ráðstefnan Women InNovation - allir velkomnir

Alþjóðlega ráðstefnan Women InNovation verður haldin rafrænt frá New York þann 5. mars.

Föstudaginn 5. mars verður alþjóðlega ráðstefnan Women InNovation haldin rafrænt frá New York. Á ráðstefnunni verður skoðuð vegferð kvenna í nýsköpun, rætt hverjar helstu áskoranirnar eru á þessu sviði og leitast við að finna leiðir til að hvetja konur til frekari þátttöku í frumkvöðlastarfi. 

Yfir 30 hugsjónarkonur og -menn víðsvegar að úr heiminum munu stíga á stokk, en meðal ræðumanna er Frú Eliza Reid sem hvetur til þátttöku í ráðstefnunni með þeim orðum:
Women InNovation er frábært framtak Norðurlandanna þar sem hagsmunaaðilar á heimsvísu koma saman og leitast við að svara þeirri knýjandi spurningu: Hvernig getum við hvatt konur til dáða, veitt þeim stuðning og stuðlað að aukinni fjármögnum á verkefnum kvenna í frumkvöðlastarfi?"   

Ráðstefnan fer fram föstudaginn 5. mars nk. kl. 14.00-22.30 að íslenskum tíma.  

Allir áhugasamir eru hvattir til að taka SKRÁ SIG HÉR en þátttaka er án endurgjalds. 

Hér má nálgast dagskrá

Viðburðurinn er skipulagður af Nordic Innovation House í New York, í samstarfi við Business Iceland (Íslandsstofu), Business Finland, Innovation Norway, Business Sweden, ásamt sendiráðum Íslands, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs í New York.


Sjá allar fréttir