Loading…

Áhugakönnun - ferðasýningin ITB Asia

22. janúar 2019

Ferðasýningin ITB Asia verður haldin í Singapúr dagana 16.- 18. október 2019. Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á sýningunni líkt og undanfarin tvö ár, en á síðasta ári voru 14 íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu með í för. Stærðin á básnum mun ráðast af fjölda sýnenda og könnum við því hér með áhuga fyrirtækja á þátttöku. Athugið að ef aðsókn verður mjög mikil þarf að takamarka þátttökufjölda.

Kostnaður við þátttöku verður að lágmarki 400.000 kr. á fyrirtæki. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.isfyrir 22. janúar nk. 

Nánari upplýsingar um ITB Asia


Áhugakönnun - ferðasýningin ITB Asia

Deila