Loading…

Undirbúningur og þjálfun

Góð grundvallarþekking og undirbúningur geta ráðið úrslitum þegar kemur að markaðssókn erlendis. Aðallína og Hraðlína Íslandsstofu byggja á aðferðafræði þar sem fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra fá aðstoð og leiðbeiningar við að gera heildstæðar áætlanir um hvernig best skuli standa að útflutningi.

Mismunur þessara tveggja útlína liggur í því að Aðallína er ætluð fyrirtækjum sem hafa enga eða litla reynslu af útflutningi en Hraðlína er ætluð þeim fyrirtækjum sem hafa marktæka reynslu af útflutningi. Þegar ákveðin skilyrði hafa verið uppfyllt geta fyrirtæki sótt um að fá aðstoð ráðgjafa erlendis við að finna rétta samstarfsaðila á völdum markaði.

Sjá nánar: