Loading…

Leit að samstarfsaðila

Eftir að búið er að ákveða markað sem markaðssetja á inn á er hægt að sækja um aðstoð ráðgjafa á viðkomandi markaði við að finna ákjósanlegan samstarfsaðila.Íslandsstofa notar aðkeypta sérfræðiráðgjöf í þessu verkefni og niðurgreiðir þjónustuna við þátttakandi fyrirtæki. Því er m.a. mikilvægt að búið sé að skoða hvort markaðurinn sé sá rétti til að fara inn á. Boðið er upp á markaðsskönnun fyrir þá sem ekki uppfylla tilskilin skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu „Leit að samstarfsaðila“.

Umsóknarferlið

Sótt er um þátttöku í verkefninu „Leit að samstarfaðila“ með því að fylla út neðangreinda beiðni, sem berst sjálfkrafa til Íslandsstofu.

Starfsmaður Íslandsstofu mun hafa samband innan 2ja virkra daga og í framhaldinu er fyrirtæki beðið um að senda nánari upplýsingar áður en hægt er að taka formlega afstöðu til umsóknarinnar.

Þegar þær upplýsingar liggja fyrir er umsóknin formlega tekin fyrir af stýrihópi verkefnisins innan 3ja virkra daga. Ef eitthvað vantar upp á að fyrirtækið fái inngöngu í verkefnið fær það tækifæri til að bæta úr og er umsóknin þá tekin fyrir á nýjan leik.

Hér má finna umsóknareyðublað

Framkvæmdin

Þegar umsókn fyrirtækis í verkefnið hefur verið samþykkt skrifar fyrirtæki undir samning við Íslandsstofu sem inniheldur skyldur allra aðila sem að verkefninu koma þ.e. fyrirtækið, Íslandsstofa og ráðgjafa. Að því loknu hefst samvinna ráðgjafa og fyrirtækis en mikilvægt er á þessum tímapunkti að ráðgjafi kynnist starfsemi fyrirtækisins sem best til að gera sér betur grein fyrir hvers konar samstarfsaðilum hann eigi að leita að.

Megin markmið þessa hluta verkefnisins er að finna rétta samstarfsaðila og er hlutverk ráðgjafa að leita að þeim og meta hæfni þeirra sem koma til greina. Með samstarfsaðila er átt við umboðs- og/eða dreifingaraðila, viðskiptavini eða aðila sem vilja vinna með fyrirtækinu á annan hátt eins og við vöruþróun.

Fyrirtæki fær senda lista yfir mögulega samstarfsaðila sem fara þarf yfir m.a. með því að skoða heimasíður viðkomandi aðila og senda komment á ráðgjafa sem hann þarf að taka tilliti til í sinni vinnu. Þessi vinna á að lokum að skila hnitmiðuðum lista yfir þá aðila sem reyna á að fá fundi með.

Kostnaður

Leit að samstarfsaðila kostar 77.500 kr. Sé óskað eftir aðstoð við að setja upp fundi með væntanlegum samstarfsaðilum kostar það 77.500 kr. til viðbótar að setja upp 2-6 fundi.