Loading…

Saltaðar þorskafurðir í S-Evrópu

Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) höfðu frumkvæðið að mótun markaðssamstarfs til kynningar á söltuðum þorskafurðum í Suður- Evrópu árið 2013. Ákveðið var að leggja áherslu á helstu útflutningsmarkaði Íslendinga í Suður-Evrópu; Spán, Portúgal og Ítalíu. Ávinningur af þessu markaðssamstarfi felst í meiri slagkrafti í kynningu og samhæfingu aðila á markaði í harðnandi samkeppni. 

Markmið verkefnisins er að efla samkeppnisstöðu og auka verðmætasköpun saltaðra þorskafurða frá Íslandi með því að:

  • treysta orðspor og ímynd saltaðra þorskafurða frá Íslandi sem úrvals afurða með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika
  • efla tengsl við lykilhagsmunaaðila, innkaupa- og dreifingaraðila með fræðslu og kynningum
  • skapa áhuga kaupenda á íslenskum fiski og festa í sessi núverandi og nýja neytendur

Fjöldi íslenskra fyrirtækja  sem öll hafa mikla reynslu og þekkingu á framleiðslu, þjónustu, sölu og markaðssetningu íslenskra saltfiskafurða taka þátt í verkefninu. Auk þess er gott samstarf um kynningarstarf við erlend fyrirtæki og samtök í þessum löndum. 

Mikið samráð er við þátttökufyrirtæki um mótun á áherslum og val á markaðsaðgerðum, en ákvarðanir eru einnig byggðar á rannsóknum sem framkvæmdar eru á mörkuðunum. Sjö manna verkefnisstjórn er yfir verkefninu, sex fulltrúar fyrirtækjanna og einn frá utanríkisráðuneytinu. Kynningin hefur bæði náð til erlendra innflytjenda og dreifingaraðila sem og matreiðslumanna og neytenda í viðkomandi löndum. Slagorð verkefnisins er "Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins" og er lögð áhersla á gæði, ferskleika og ábyrgar fiskveiðar í kynningunni, sem og íslenska þorpið. Fjölmargir viðburðir hafa verið haldnir erlendis, neytendum boðið upp á smakk, kynningar í kokkaskólum, þátttaka í saltfiskhátíðum, samstarf við veitingastaði o.fl. Vef- og samfélagsmiðlar hafa verið nýttir til að ná til neytenda og matreiðslumanna í löndunum þremur.

Þetta myndband lýsir stefnu og áherslum í verkefninu, sem og helstu markaðsaðgerðum:

Hægt er að hlaða niður kynningu á verkefninu á ensku hér
eða óska eftir nánari upplýsingum hjá verkefnisstjórum.

Miðlun og samskipti á vef- og samfélagsmiðlum

Spánn:

Vefsíða verkefnisins 
Facebook
YouTube
Twitter
Pinterest

Portúgal:

Vefsíða verkefnisins
Facebook
YouTube
Twitter

Ítalía:

Vefsíða verkefnisins
Facebook
YouTube