Loading…

Ábyrgar fiskveiðar á Íslandi

Iceland Responsible Fisheries

Íslandsstofa sinnir markaðs- og kynningarmálum fyrir íslenskar sjávarafurðir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF), skv. samningi við Ábyrgar fiskveiðar ses.  Unnið er út frá því leiðarljósi að íslenskar sjávarafurðir þyki framúrskarandi valkostur og verði eftirsóttar á erlendum mörkuðum vegna gæða og ferskleika afurðanna sem eiga uppruna sinn í hreinu hafsvæði þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar.

Markmiðið er að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum og styrkja ímynd Íslands sem upprunalands sjávarafurða þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar.

Markaðsstarfið beinist einkum gagnvart fyrirtækjum, kaupendum og dreifingaraðilum erlendis, fjölmiðlum og hagsmunaaðilum s.s. samtökum sem láta sig umhverfismál varða og aðila í sjávarútvegi á alþjóðavísu. Fyrirtæki sem eru aðilar að IRF eru studd í markaðsstarfi með ýmsu markaðsefni og kynningum gagnvart neytendum. Vefurinn ResponsibleFisheries.is sem er á fimm tungumálum er nýttur til miðlunar upplýsinga sem tengjast markaðsstarfinu, um sjávarútveg almennt og einstakar fisktegundir, viðburði, vottun, þátttökufyrirtækin o.fl.

Farið er á sýningar erlendis, upplýsingafundir haldnir á erlendum mörkuðum með kaupendum og dreifingaraðilum, fjölmiðlum boðið til Íslands, framleidd video og tekið þátt í kynningarsamstarfi og er samstarf við Kokkalandsliðið huti af því. Meira en 100 fyrirtæki hafa gengið til liðs við verkefnið og hafa rétt á að nýta upprunamerki til að kynna íslenskar afurðir. Þá hefur hluti þeirra farið í gegnum rekjanleikavottun og geta nýtt sér það í sínu markaðsstarfi. Á vefnum má finna lista yfir þá aðila sem hafa rekjanleikavottun. 

Tenglar sem tengjast verkefninu: vefsíða, Facebook, Twitter og YouTube.