Loading…

Markaðsverkefni

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að ýmsum samstarfsverkefnum sem snúa að markaðssetningu á íslenskri vöru og þjónustu.

Iceland Naturally

Iceland Naturally er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku. Markmið verkefnisins er að auka áhuga á Íslandi, íslenskum afurðum og þjónustu og á Íslandi sem áfangastað.

Iceland Naturally

Iceland Responsible Fisheries

Íslandsstofa sinnir markaðs- og kynningarmálum fyrir íslenskar sjávarafurðir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries, skv. samningi við Ábyrgar fiskveiðar ses. Markmiðið er að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum og styrkja ímynd Íslands sem upprunalands sjávarafurða þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar.

Iceland Responsible Fisheries

Horses of Iceland

Markaðsverkefni til kynningar á íslenska hestinum er rekið með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni. Um er að ræða markaðssamstarf sem nýtist heildarhagsmunum í að byggja upp orðspor íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu.

Horses of Iceland

Saltaðar þorskafurðir í Suður-Evrópu

Markaðsverkefni til kynningar á söltuðum þorskafurðum í Suður-Evrópu er rekið til að efla samkeppnisstöðu og auka verðmætasköpun saltaðra þorskafurða frá Íslandi. Áhersla er lögð á helstu útflutningsmarkaði Íslendinga í Suður Evrópu; Spán, Portúgal og Ítalíu.

Saltaðar þorskafurðir í Suður-Evrópu