Loading…

Hvar finn ég upplýsingar um hvaða vörur og í hvaða magni önnur ríki eru að flytja inn og út?


Upplýsingar um utanríkisviðskipti eru yfirleitt aðgengilegar hjá hagstofum viðkomandi ríkja. Á vefnum finnurðu lista yfir hagstofur víða um heim. Ef þú vilt skoða viðskipti margra ríkja ættirðu að skoða gagnagrunn á vef International Trade Centre. Þar er hægt að leita upplýsinga um magn og verðmæti inn- og útflutnings milli landa eftir tollnúmerum. Það hjálpar að þekkja tollnúmer þeirrar vöru sem þú vilt skoða.

Til þess að fá aðgang að gagnagrunningum þarf á skrá sig á vefnum en það er án endurgjalds. Þú ferð inn á vef ITC og skráir þig með því að búa til reikning efst í hægra horninu (create an account).

Ferð í Trade Map hægra megin undir Tools Access og

- Velur imports eða exports, eftir því hvað þú vilt skoða.
- Velur til dæmis single product og slærð fyrstu sex tölustafina í tollnúmerinu inn í reitinn.
- Velur einstök lönd eða landsvæði. Ef þú velur til dæmis region og skrifar Europe í reitinn geturðu valið alla Evrópu eða ákveðin ríki ESB.
- Velur partner en skrifar ekkert í reitinn nema þú viljir skoða viðskipti einstakra landa.
- Velur svo hvort þú vilt skoða niðurstöður eftir árum, ársfjórðunum eða mánuðum
- Þá kemur upp tafla sem þú getur leikið þér með, meðal annars breytt mynt, breytt verðmæti í magn og valið nýja vöru.