Sýningarþátttaka
Ávinningur þess að taka þátt í sýningum í samstarfi við Íslandsstofu
Ávinningur íslenskra fyrirtækja af sameiginlegri þátttöku í sýningum undir hatti Íslandsstofu er mikill en öll stefna þau að sama marki:
- Kynna vörur eða þjónustu.
- Efla ímynd fyrirtækisins.
- Treysta viðskiptatengsl og stofna til nýrra.
- Kynnast stefnum og straumum í atvinnugreininni.
Íslandsstofa hefur aðgang að gagnabönkum og ýmsum öðrum upplýsingum sem varða sýningar og þátttöku í þeim. Með ráðgjöf, fræðslu og upplýsingamiðlun tryggir starfsfólk Íslandsstofu markvissa, fagmannlega og árangursríka framgöngu íslenskra fyrirtækja á sýningum erlendis.
Reglur varðandi þátttöku á þjóðarbás
- Hver þátttakandi skal skila inn skriflegri staðfestingu um þátttöku á sýningum.
- Þátttakendur þurfa að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald sem er óendurkræft.
- Fyrirtæki sem ekki hefur sótt um þátttöku til Íslandsstofu, hefur ekki leyfi til að sýna með öðru fyrirtæki á þjóðarbásnum, nema með samþykki Íslandsstofu.
- Íslandsstofa áskilur sér allan rétt til þess að raða fyrirtækjum niður á sýningarsvæði.
- Við niðurröðun á sýningarsvæði skal almennt tekið tillit til fyrri þátttöku fyrirtækja svo og stærð einstakra sýningarbása.
- Íslandsstofa ber enga ábyrgð á eigum fyrirtækja sem eru notaðar við eða í kringum sýningar.
Kostnaður/Greiðslur
- Þátttökukostnaður af gólfsvæði skal greiðast að fullu fyrir sýningu.
- Fyrirtæki skuldbindur sig til að greiða sinn hluta af föstum kostnaði, jafnvel þó að það óski eftir að hætta við þátttöku á síðari stigum undirbúnings.
- Uppgjör skal lagt fram að sýningu lokinni, ásamt lokareikningi.
Básinn
- Íslandsstofa hefur umsjón með hönnun og smíði þjóðarbáss.
- Engar fyrirtækjamerkingar skulu vera á hatti þjóðarbáss.
- Bæklingadreifing frá öðrum fyrirtækjum en þeim sem skráð eru á básinn er ekki leyfileg nema með vitund Íslandsstofu.
- Fyrirtækjum er ekki heimilt að taka básinn niður fyrr en að sýningu lokinni.
Starfsfólk á bás
- Þátttakandi skal mæta á sýningarsvæði til þess að stilla upp kynningarefni og vörum a.m.k. 24 klst. áður en sýningin opnar, nema samið hafi verið um annað.
- Hver bás skal vera mannaður þann tíma sem sýningin er opin, nema samið hafi verið um annað.
- Einungis skráðir starfsmenn hafa leyfi til að starfa á básnum.
- Neysla matar er aðeins heimil á kaffi- eða fundaraðstöðu.
- Ávallt skal halda básnum hreinum og snyrtilegum.
- Reglur vegna þátttöku á þjóðarbás (word)
Upplýsingar um sýningar
Hægt er að finna upplýsingar um sýningar á Expo Database og Auma
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í sýningu eða þarft nánari upplýsingar, hafðu þá samband við Berglindi Steindórsdóttur sýningarstjóra Íslandsstofu og hún tekur vel á móti þinni fyrirspurn.