Loading…

Ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi


Íslensk stjórnvöld taka við umsóknum um fjárfestingarsamninga sem fela í sér ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Íslandsstofa sér um að kynna ívilnanirnar fyrir erlendum fjárfestum. Markmið með veitingu ívilnana til nýfjárfestinga á Íslandi er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, samkeppnishæfni Íslands og byggðaþróun.

Fjárfestingasamningar eru gerðir á grundvelli laga nr. 45/2015 og geta náð til innlendra sem erlendra fjárfestingaverkefna sem uppfylla skilyrði laganna. Á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins starfar þriggja manna nefnd til að leggja mat á nýfjárfestingarverkefni í þeim tilvikum sem sótt er um ívilnun og gerir nefndin tillögu til ráðherra um afgreiðslu. Á vef ráðuneytisins eru lögin í heild, reglugerð og umsóknareyðublað ásamt gátlista.