Loading…

Fundir með væntanlegum samstarfsaðilum


Forsenda þess að fá aðstoð við að setja upp fundi með hentugum aðilum er að fyrirtæki sé búið að taka þátt í verkefninu „Leit að samstarfsaðila“.

Ráðgjafi aðstoðar fyrirtæki við að setja upp fundi með 2-6 af þeim 10-15 aðilum sem búið er að forgangsraða sem mögulega samstarfsaðila. Hlutverk ráðgjafa er að finna réttu tengiliðina innan fyrirtækjanna og setja sig í samband við þá til að ná þeim fundum sem stefnt er á.

Þátttakendur fara síðan á eigin vegum á þessa fundi og reyna að ná samningum við væntanlega samstarfsaðila. Fátt kemur í staðinn fyrir persónuleg samskipti en þó verður að hafa í huga hvort hægt sé að funda með öðrum hætti til að spara ferðina.

Sum ráðgjafafyrirtækin bjóða upp á að vera fyrirtækjum innan handar á markaði og rukka þá sérstaklega fyrir það. Fyrirtækjum býðst að hafa starfsmann Íslandsstofu sér innan handar við að semja við ráðgjafafyrirtækin en Íslandsstofa fer fram á að slík verðskrá sé mjög gagnsæ.

Tímarammi

Þegar forgangsraðaður listi 10-15 aðila liggur fyrir tekur það 1-2 vikur að setja upp 2-6 fundi.

Ath! Þarfir og kröfur fyrirtækja geta verið mjög mismunandi og því geta sum verkefni tekið lengri tíma.

Kostnaður

Aðstoð við að setja upp 2-6 fundi með væntanlegum samstarfsaðilum kostar 77.500 kr. Sé óskað eftir aðstoð við að finna mögulega samstarfsaðila til að funda með kostar það 77.500 kr. til viðbótar.