Loading…

Erlendar tollskrár

Evrópusambandið er tollabandalag með sameiginlega tollskrá. Það þýðir að sami tollur er á sömu vöru í öllum aðildarlöndum sambandsins og þegar vara hefur  verið tollafgreidd inn í eitt land má flytja hana innan sambandsins án þess að greiða af henni frekari tolla. Tollskrá Evrópusambandsins nefnist TARIC og er byggð á HS-flokkunarkerfinu eins og tollskrár allra helstu viðskiptalanda Íslands.

Ýmsar tollskrár eru aðgengilegar á netinu:

Evrópusambandið (TARIC)

Noregur

Færeyjar

Bandaríkin

Kanada

Japan

Að auki hefur Íslandsstofa aðgang að tollagrunninum World Tariff þar sem finna má upplýsingar um tolla í fjölmörgum löndum.

Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband við Ernu Björnsdóttur eða Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur, þær taka vel á móti fyrirspurn þinni.