Loading…

Ísland allt árið – landaskýrslur


Samanburðarvinna - Ísland, Nýja-Sjáland, Kanada, Finnland og Noregur

Íslandsstofa hafði umsjón með vinnu við samanburð á milli landa. Annars vegar er um að ræða samanburðarskýrslu sem er er samantekt úr landaskýrslum um Finnland, Noreg, Nýja Sjáland og Kanada þar sem helstu niðurstöður eru bornar saman við Ísland. Jafnframt er í hverjum kafla farið yfir samsvarandi mál á Íslandi og skoðað hvað má læra af viðmiðunarlöndunum. Landaskýrslurnar sjálfar fjalla mun ítarlegar um hvað samanburðarlöndin hafa verið að gera til þess að efla heilsársferðaþjónustu og í þeim er jafnframt að finna ítarlega heimildaskrár fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra í viðfangsefnið. (Athugið að hægt er að smella á liði í efnisyfirlitinu og þá færist þú beint á þann lið aftar í skýrslunni).

Samanburðarskýrsla - Ísland og hin löndin 
Nýja Sjáland
Kanada
Finnland
Noregur

Skýrslurnar unnu Eyrún Magnúsdóttir Msc í stjórnun og stefnumótun og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir viðskiptafræðingur og mastersnemi í umhverfisfræðum. Verkefnisstjóri var Guðjón Svansson, frá Intercultural Communication ehf. og yfirumsjón með verkinu hafði Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar Íslandsstofu.