Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Sýningarþátttaka

Ávinningur íslenskra fyrirtækja af sameiginlegri þátttöku í sýningum undir hatti Íslandsstofu er mikill en öll stefna þau að sama marki:

Kynna vörur eða þjónustu.
Efla ímynd fyrirtækisins.
Treysta viðskiptatengsl og stofna til nýrra.
Kynnast stefnum og straumum í atvinnugreininni.
Íslandsstofa hefur aðgang að gagnabönkum og ýmsum öðrum upplýsingum sem varða sýningar og þátttöku í þeim. Með ráðgjöf, fræðslu og upplýsingamiðlun tryggir starfsfólk Íslandsstofu markvissa, fagmannlega og árangursríka framgöngu íslenskra fyrirtækja á sýningum erlendis.
Sjá einnig ferðasýningar

Allar nánari upplýsingar varðandi sýningaþátttöku á vegum Íslandsstofu veitir Margrét Helga Jóhannsdóttir, fagstjóra sýninga.