Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Lofts­lagsvænni rekst­ur

Fyrstu skrefin í átt að loftslagsvænni rekstri 


Heilræði fyrir íslensk fyrirtæki og alla áhugasama! 

Þegar kemur að því að stíga fyrstu skrefin í átt að umhverfis- og loftslagsvænni rekstri er mikilvægt að forgangsraða eftir því hvað fyrirtæki getur raunverulega gert og viðhaldið. Þar skiptir einnig miklu máli að skilgreina hvernig verkefnið verður unnið og ef markmiðið er kolefnishlutleysi þá þarf að hafa þessi þrjú skref í huga: 

1. Skilgreina og lágmarka óþarfa losun (lágmörkun) 

a) Mæla losun 
b) Skilgreina og lágmarka 

2. Draga sem mest úr losun (samdráttur) 

a) Mæla losun 
b) Skilgreina aðgerðir til samdráttar 

3. Jafna út það sem eftir stendur (jöfnun) 

a) Jafna út óhjákvæmilega losun 
b) Leitast við að nýta vottaða kolefnisjöfnun 

Eftirfarandi skref eru ætluð til að aðstoða fyrirtæki og aðra sem vilja gera beta og taka þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Upptalningin er ekki tæmandi en vísað er á síður þar sem hægt er að kynna sér smáatriði nánar.  


 1. Lágmörkun  

Fyrstu skrefin 

- Áætla hver losun fyrirtækis er núna 

 • Reikna losun starfsemi 
  FESTA hefur útbúið loftslagsreikni 
 • Reikna losun einstaklings
  OR og EFLA hafa útbúið kolefnisreikni

 • Útbúa langtímaáætlun um lágmörkun, samdrátt og jöfnun 

 • Taka upp umhverfis- og loftslagsbókhald (grænt bókhald) 
  Á vef FESTU má finna upplýsingar um ráðgjafa sem aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að innleiða sjálfbærni í stefnu sína
 • Á vef Grænna skrefa má finna skilgreiningu og upplýsingar um grænt bókhald

Almenn skref – Lítil skref geta haft mikil áhrif 

- Draga úr pappírsnotkun 
- Endurvinna/endurnýta gamlan tölvubúnað 
- Hvetja starfsfólk til að taka kjötlausan dag 
- Flokka rusl  
- Skipta yfir í netáskrift fréttablaða  
- Útrýma einnota ílátum 
       Kaffibollar, glös, diskar o.s.frv. 
- Styðja og hvetja starfsfólk til góðra verka 
      Samgöngustyrkir  
      Fræðsla  
- Notkun fjarfundarbúnaðar og fækkun funda í þrívídd 
      Innanbæjar 
      Utanlands  

Orkusparnaður – fylgjast með orkunotkun húsnæðis, búnaðar og starfsmanna 

- Húshitun  
      Lækka á ofnum og spara orku 
- Lýsing  
      Slökkva ljós í lok dags  
      Nota sparperur 
- Einangrun og ástand húsnæðis 
- Slökkva á raftækjum 
- Kaupa orkunýtin heimilis- og raftæki 
- Nota stiga frekar en lyftu 
 

2. Samdráttur  


Skref í átt að orkuskiptum og umhverfisvænni ferðamáta 

- Huga að bílaflota fyrirtækis 
      Draga úr ferðum 
      Skipta yfir í hreinni bíla 
      Ef ekki er til fjármagn til að skipta út flotanum þá er mikilvægt að sinna viðhaldi 
- Draga úr notkun miðstöðvar 
- Halda jöfnum og góðum þrýstingi í dekkjum 
- Kolefnisjafna flotann  
      Reiknivél hjá Kolviði 

Hvetja starfsfólk til umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta 

- Hjóla 
- Ganga  
- Nota almenningssamgöngur 
- Styrkja innviði  
      Starfsmannaðstaða með sturtu 
      Sveigjanleiki  
      Fjárhagsleg hvatning 
 
Nokkur skref um flokkun og fullnýtingu 

  - Matarsóun 

- Matarspor – kolefnisspor máltíða 
      Matarreiknir EFLU
- Ábyrg innkaup  
      Á vef Vistvænna innkaupa má finna handbækur og annað ítarefni
- Endurunnar og umhverfismerktar vörur  
      Á vef Umhverfisstofnunar má lesa nánar um umhverfismerkingar  
- Hugmyndir í eldhúsinu  
      Uppskriftir og ráð  
- Komdu upp moltu í vinnunni/garðinum/pallinum/svölunum  
      Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um jarðgerð   
- Grænir fingur 
      Kryddjurtarækt  
      Afþreying fyrir áhugasama  
      Getur verið jákvætt í pásum í vinnu 
      Hefur mögulega áhrif yfir í einkalíf fólks – inn á heimilin 
 
  - Úrgangsmál  

- Minnka sorp  
- Endurnota eins mikið og unnt er 
- Endurvinna það sem eftir stendur 
- Ítarefni má nálgast hér að neðan 
      Terra – fræðsla og ráðgjöf fyrir fyrirtæki  
      Íslenska gámafélagið – flokkun og fræðsla   
      Sorpa – fyrirtæki, hvert fer mitt sorp?    
      Úrvinnslusjóður – leiðbeiningar og fræðsla 
 

3. Jöfnun 


Þá losun sem er hvorki hægt að stöðva né draga úr með einum eða öðrum hætti er hægt að kolefnisjafna. Bæði má kolefnisjafna ákveðna hluta af starfsemi, svo sem bílaflota eða viðburði, en einnig er hægt að ganga lengra og kolefnisjafna alla starfsemi.  
Hægt er að kolefnisjafna og bæta fyrir eigin losun með því að fjármagna verkefni sem koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni gróðurhúsalofttegunda eða með því að fjarlægja samsvarandi magn úr andrúmsloftinu. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun og má nálgast upplýsingar um ýmsa aðila á vef Umhverfisstofnunar 

Mikilvægt er að kynna sér þá aðila sem ætlun er að kolefnisjafna hjá og ganga úr skugga um að þeir séu vottaðir. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Fyrstu skref í kolefnisjöfnun geta verið að setja sér markmið um að jafna út losun vegna viðburða, flugferða og aksturs, en það þarf ekki að vera kostnaðarsamt. 
 
Hvert má leita eftir ráðgjöf? 
Fjölmargir aðilar og stofnanir hafa mótað leiðbeiningar eða lista yfir ráðgjafa á þessu sviði og má þar m.a. nefna FESTU og Umhverfisstofnun 
 
Grænvangur fagnar öllum ábendingum um sambærilegar leiðbeiningar, lista, reiknivélar og annað sem getur nýst fyrirtækjum sem eru að stíga skref í rétta átt.  

Ef þú lumar á upplýsingum, ekki hika við að hafa samband við Birtu kristínu Helgadóttur: birta@green.is