Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Alþjóðabank­inn (World Bank)


Alþjóðabankinn heldur opin alþjóðleg útboð þar sem fyrirtæki, verktakar og ráðgjafar eru valdir á grundvelli gæða og verðs.

  • Langstærstur hluti fjármuna frá bankanum er lánaður til viðskiptavina bankans, þ.e. einstakra ríkja, sem síðan ráða ráðgjafa og verktaka í opnum alþjóðlegum útboðum. Verkefni af þessu tagi kallast „client executed”. 
  • Bankinn ræður einnig stundum fyrirtæki sem ráðgjafa í einstök verkefni fyrir bankann, slík verkefni kallast „bank executed“.

Útboðin eru auglýst á vefsíðu Development Business.

Eitthvað er um að Alþjóðabankinn nýti sér einstaklinga sem ráðgjafa til að styðja við starf verkefnateyma bankans. Orkusjóður bankans, ESMAP, er t.d. með óformlegan lista yfir ýmiskonar jarðhitasérfræðinga sem hægt er kalla í beint í smærri verkefni.

Utanríkisráðuneytið, í samstarfi við ESMAP, kom nýverið á fót formlegu samstarfi sem gerir verkefnateymum Alþjóðabankans kleift að sækja sér íslenska sérfræðinga á ákveðnum sviðum til að vinna að afmörkuðum verkefnum. Slík verkefni eru boðin út í gegnum Ríkiskaup.

Tengiliður hjá ESMAP er Þráinn Friðriksson: <tfridriksson@worldbank.org> og hjá utanríkisráðuneytinu Davíð Bjarnason: <david.bjarnason@utn.stjr.is>. 


—–- Ein af Alþjóðabankastofnunum er svo Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin (Multilateral Investment Guarantee Agency, MIGA). MIGA veitir ábyrgðir vegna fjárfestinga einkaaðila í þróunarlöndum gegn áföllum sem ekki eru viðskiptalegs eðlis.

>> Nánar um Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðarstofnunina


—–- Alþjóðalánastofnunin (International Finance Corporation, IFC) er einnig stofnun Alþjóðabankans og er stefna IFC að veita fyrirtækjum vernd gegn mögulegu gjaldþroti viðskiptavina í þróunarlöndum.

» SJÁ NÁNAR UM ALÞJÓÐALÁNASTOFNUNINA