Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ég hef áhuga á að flytja matvöru til Noregs. Mig langar að vita hve mikið Norðmenn flytja inn af sambærilegri vöru, hvar finn ég upplýsingar um það?

Á vef norsku hagstofunnar er hægt að leita að upplýsingum um utanríkisviðskipti Noregs. Þú getur til dæmis skoðað viðskipti eftir tollskrárnúmerum en þá þarft þú að vita tollnúmer vörunnar þinnar. Þarna getur þú skoðað innflutning á einstökum tollnúmerum, bæði magn og virði, og séð hvaðan varan er flutt.

Tollnúmer vörunnar finnur þú í norsku tollskránni Ef þú þekkir íslenskt tollnúmer vörunnar getur þú notað fyrstu sex stafina í því sem útgangspunkt í leit að norsku tollnúmeri.