Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ég hef áhuga á að skoða útflutning á sjávarafurðum til Kína, hvað þarf að hafa í huga?
 
- Sjávarafurðir sem sendar eru til Kína verða að koma frá skráðum framleiðanda. Matvælastofnun (MAST) heldur utan um skráningar íslenskra framleiðanda fyrir hönd kínverskra yfirvalda. Það verður því að skrá framleiðendur eða ganga úr skugga um að þeir séu skráðir hjá MAST áður en sjávarafurðir eru sendar til Kína.

- Kínversk yfirvöld hafa útbúið lista yfir sjávarafurðir sem flytja má inn til Kína. Um er að ræða afurðir sem fluttar voru inn til Kína fyrir 2011. MAST er með þennan lista og getur gefið upplýsingar um afurðir sem eru leyfðar. Ef afurðir sem flytja á út eru ekki á þessum lista þarf að óska eftir því við MAST að þeim verði bætt á listann. MAST metur hvort ástæða er til að fara í það ferli og það er síðan í höndum kínverskra yfirvalda að ákveða hvort þeim sé bætt á listann.

- Allir útflytjendur, þ.e. þeir sem senda sjávarafurðir til Kína, verða að skrá sig hjá yfirvöldum í Kína og fá úthlutað númeri sem notað er við tollafgreiðslu. Innflytjandinn í Kína verður að gera hið sama. Skráningin fer fram hér: http://ire.eciq.cn/. Með því að smella á „Initial Registration“ undir bláum hnappi hægra megin á síðunni kemur upp skráningarform. Þar er óskað eftir ýmsum upplýsingum og einhverjum á kínversku, a.m.k. nafni og heimilisfangi fyrirtækisins.

- Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Kína veitir aðstoð og frekari upplýsingar um ferlið.  Netfang Péturs er petur.yang@utn.stjr.is og IP sími 545 7962. Pétur talar ensku.