Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ég hef í hyggju að flytja út humar til ESB. Ég veit að flytja má ákveðið magn af humri út árlega án tolla, hvar finn ég upplýsingar um hve mikið?

Ísland fær árlega úthlutað innflutningskvóta fyrir ákveðnar sjávarafurðir sem tryggir innflutning til Evrópusambandsins án tolla. Magnið er mismunandi eftir vörum og kvótinn klárast því mis fljótt. Þegar kvótinn er fullnýttur þarf að greiða toll. Upplýsingar um innflutningskvóta má bæði finna í TARIC tollskrá ESB og QUOTA  kvótagrunni ESB. Hægt er að skoða upprunalegt magn, hve mikið hefur verið nýtt af kvótanum og hve mikið magn bíður afgreiðslu. Lykillin að því að finna upplýsingarnar er að hafa tollnúmer vörunnar.