Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Erlendar fjárfestingar

Hlutverk

Íslandsstofa hefur það hlutverk að þjóna erlendum fjárfestum sem áhuga hafa á Íslandi. Markmiðið með því að laða að beina erlenda fjárfestingu er m.a. að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og fá aukið fjármagn til uppbyggingar til lengri tíma. Unnið er í samræmi við samþykkta stefnu stjórnvalda um erlendar fjárfestingar.

Hlutverk


Áherslusvið

Í virku markaðsstarfi við að ná til erlendra fjárfesta er meðal annars stuðst við niðurstöður samkeppnisgreininga þar sem búið er að kortleggja tækifæri og samkeppnisforskot Íslands á tilteknum sviðum. Leitað er að sviðum þar sem sérstaða eða aðstæður á Íslandi eru ákjósanlegar fyrir uppbyggingu og falla vel að þeim markmiðum með eflingu beinna erlendra fjárfestinga að skapa ný störf, nýja þekkingu og ný verðmæti. Meðal þeirra áherslusviða sem Íslandsstofa hefur beitt sér undanfarið eru líftækni, fjölnýting jarðvarma og gagnaver.

Áherslusvið