Hlutverk
Íslandsstofa hefur það hlutverk að þjóna erlendum fjárfestum sem áhuga hafa á Íslandi. Markmiðið með því að laða að beina erlenda fjárfestingu er m.a. að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og fá aukið fjármagn til uppbyggingar til lengri tíma. Unnið er í samræmi við samþykkta stefnu stjórnvalda um erlendar fjárfestingar.
