Loading…

Stefnuyfirlit Íslandsstofu

Hlutverk

Íslandsstofa er vettvangur markaðs- og kynningarmála landsmanna á erlendri grund. Þjónusta Íslandsstofu byggir á víðtækri reynslu, sérhæfingu og faglegri dýpt, sem ekki er á færi einstakra aðila, auk hagkvæmri nýtingu fjármuna.

Starfsemi og þjónusta

Íslandsstofa er öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis.

Þjónusta byggist á þremur þáttum:

 • Almennu kynningarstarfi sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er.
 • Upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu við samtök, fyrirtæki og einstaklinga sem miðar að því að efla færni þeirra og árangur í alþjóðaviðskiptum.
 • Markvissum aðgerðum, í því skyni að laða að erlenda fjárfesta til beinna fjárfestinga í atvinnustarfsemi og nýsköpun, í samræmi við stefnu stjórnvalda

  Skipurit  Sjá skipurit (pdf)

Framtíðarsýn og leiðarljós

Íslandsstofa verði lykilaðili í alþjóðasamskiptum, með víðtækan aðgang að samtengdu hagsmunaneti heima og erlendis. Öll þjónusta einkennist af fagmennsku og framsækni og innra starf endurspegli eldmóð, samheldni og gagnkvæma virðingu sem skili árangri og ánægju meðal þeirra er þjónustunnar njóta.

Stefnumið

 • Öflug kynning og markaðssetning á starfsemi Íslandsstofu
 • Skýr markmið og mæling á árangri
 • Samlegð á öllum sviðum
 • Sterk og samhent liðsheild starfsmanna
 • Samstíga bakland í stjórn og fagráðum

Fagráð

Sérstök fagráð, skipuð af stjórn Íslandsstofu, stuðla að því að Íslandsstofa verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Mikilvægt er að fagráðin vinni vel sem bakland Íslandsstofu og leggi sitt af mörkum við þróun nýrra verkefna og öflun fjármuna til þeirra. Fagráðin skulu sýna sjálfstæði við mótun tillagna en endanleg ákvarðanataka er í höndum stjórnar.
Lesa meira og sjá lista yfir aðila í fagráðum