Loading…

Hlutverk

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina.

Með faglegu kynningarstarfi og samræmdum skilaboðum vekjum við áhuga á íslenskum vörum og þjónustu á erlendri grundu og kynnum Ísland sem ákjósanlegan áfangastað erlendra ferðamanna og vænlegum kosti fyrir beina erlenda fjárfestingu.

Með fræðslu og ráðgjöf eflum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og búum þau undir sókn á erlenda markaði. Í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina vekjum við athygli á íslenskri menningu og listum og styðjum við kynningu á þeim erlendis.