Loading…

Fagráð Íslandsstofu

Sérstök fagráð, skipuð af stjórn Íslandsstofu, stuðla að því að Íslandsstofa verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Mikilvægt er að fagráðin vinni vel sem bakland Íslandsstofu og leggi sitt af mörkum við þróun nýrra verkefna og öflun fjármuna til þeirra. Fagráðin skulu sýna sjálfstæði við mótun tillagna en endanleg ákvarðanataka er í höndum stjórnar.

Fagráð ferðaþjónustunnar

Hlutverk Fagráðs ferðaþjónustunnar er að hafa heildaryfirsýn yfir markaðs- og ímyndarmál á erlendum mörkuðum.

Helstu áherslur í starfi fagráðsins:


Faglegur vettvangur: 

- Faglegt aðhald og uppbyggileg gagnrýni á verkefni
- Fjalla um vísbendingar byggðar á gögnum og greiningum og ræða viðbrögð

Samhæfing: 
- Samspil markaðssetningar og annarra þátta í ferðaþjónustu
- Samráð og samhæfing við aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi

Frumkvæði: 
- Frumkvæði í umræðum um málefni sem snerta ferðaþjónustuna og hvernig ímynd hennar birtist í reynd
- Tillögur til stjórnar um mikilvæg verkefni út frá vísbendingum um nauðsynleg viðbrögð. 

Aðilar í fagráði ferðaþjónustu:

Arna Schram
Arnheiður Jóhannsdóttir
Árni Gunnarsson
Ársæll Harðarson
Díana Jóhannsdóttir
Díana Mjöll Sveinsdóttir
Elías B. Gíslason
Hallgrímur Lárusson
Helga Árnadóttir
Hlynur Sigurðsson
Rannveig Grétarsdóttir

Sunna Þórðardóttir
Þórir Garðarsson (formaður)

Fagráð lista og skapandi greina

Markmiðið er að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina.

Helstu áherslur

 • Móta áherslur og gæðamarkmið í erlendu samstarfi.
 • Þróa átaksverkefni um Ísland sem menningarland.
 • Nýta til fulls samlegðartækifæri innan greinarinnar og með öðrum atvinnugreinum við kynningar- og markaðsstarf erlendis.
 • Styðja við hagrænar greiningar og vinnu sem miðar að því að sýna þjóðhagslegan ávinning af starfsemi lista og skapandi greina.

Aðilar í fagráði lista og skapandi greina:

Arna Schram
Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir
Auður Edda Jökulsdóttir
Birna Hafstein
Björg Stefánsdóttir
Erling Jóhannesson
Halla Helgadóttir (formaður)
Helga Haraldsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir
Laufey Guðjónsdóttir
Margrét Júlíana Sigurðardóttir
Sigtryggur Baldursson
Valgerður G. Halldórsdóttir
Þóra Björk Ólafsdóttir

Fagráð fjárfestinga

Markmiðið er að fá til landsins beina erlenda fjárfestingu, í samræmi við stefnu stjórnvalda.

Helstu áherslur

 • Skapa Íslandsstofu sterka stöðu sem vettvangur ólíkra hagsmunaaðila um fjárfestingarverkefni.
 • Beina kröftum að tilteknum verkefnum sem nýta styrk og samkeppnishæfni landsins.
 • Starfrækja upplýsingaþjónustu innan Íslandsstofu fyrir erlenda fjárfesta og íslensk fyrirtæki í leit að erlendri fjárfestingu.


  Aðilar í fagráði fjárfestinga:

  Ásdís Kristjánsdóttir
  Benedikt Árnason (formaður)
  Ingvi Már Pálsson
  Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir
  Pétur Reimarsson
  Ragna Árnadóttir
  Róbert Farestveit
  Sigurður Hannesson 
  Þorgeir Eyjólfsson

Fagráð iðnaðar og þjónustu

Markmiðið er að tryggja öflugan stuðning við markaðsstarf erlendis, með gæði, fagmennsku og þjónustu að leiðarljósi.

Helstu áherslur

 • Fræðsla og miðlun reynslu og þekkingar sem nýtist við markaðssókn.
 • Samstarf í erlendum kynningar- og markaðsverkefnum.
 • Handleiðsla byggð á skilgreindum þörfum.
 • Aðgerðir til að stuðla að virðisaukandi samstarfi fyrirtækja.


  Aðilar í fagráði iðnaðar og þjónustu:

  Baldur Sigmundsson
  Bryndís Skúladóttir
  Eggert Benedikt Guðmundsson
  Heimir Fannar Gunnlaugsson
  Ingi Ingason
  Kolbrún Hrafnkelsdóttir
  Kristinn Aspelund
  Ríkarður Ríkarðsson
  Sigríður Mogensen
  Sjöfn Kjartansdóttir
  Stella Björg Kristinsdóttir (formaður)
  Sturlaugur Sturlaugsson

Fagráð sjávarútvegs

Framtíðarsýn fagráðsins er að íslenskar sjávarafurðir þyki framúrskarandi valkostur og verði eftirsóttar á erlendum mörkuðum vegna gæða og ferskleika afurðanna sem eiga uppruna sinn í hreinu hafsvæði þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar. Upprunamerki ásamt viðeigandi mörkun (branding) auk vottunar á ábyrgum fiskveiðum, er ætlað að skapa aukið virði þ.a. íslenskur sjávarútvegur njóti bæði virðingar og trausts.

Meginhlutverk Íslandsstofu er að vinna að því í samstarfi við hagsmunaaðila að kynna íslenskar sjávarafurðir á völdum áherslumörkuðum, styrkja orðspor þeirra og ímynd sem framúrskarandi afurða og skapa þannig áhuga og traust sem leiðir til aukinnar eftirspurnar og verðmætasköpunar. 

Aðilar í fagráði sjávarútvegs:                                

Anna Guðmundsdóttir
Axel Helgason
Brynjólfur Eyjólfsson (formaður)
Erla Ósk Pétursdóttir
Gunnar Tómasson
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Helgi Anton Eiríksson
Hlynur Veigarsson
Jens Garðar Helgason
Sara Lind Þrúðsdóttir
Sigurgeir Þorgeirsson
Svavar Þór Guðmundsson                                                                                                                                                                

Fagráð matvæla: 

Framtíðarsýn fagráðs matvæla er að sú þjónusta sem Íslandsstofa veitir sé markviss og verkefnadrifin; áhersla verði lögð á skilgreind verkefni út frá skýrum markmiðum og langtímasjónarmiðum. Frumkvæði verði haft að því að leiða saman aðila á sviði matvælaframleiðslu í öflugt samstarf. Fagráð matvæla telur mikilvægt að Íslandsstofa verði virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi á sviði markaðssetningar íslenskra matvæla erlendis.

Baldvin Jónsson
Björn Steinar Jónsson
Bryndís Björnsdóttir
Eyrún Sara Helgadóttir
Hafliði Halldórsson  
Jón Axel Pétursson (formaður)
Kristján Þ. Davíðsson
Ragnheiður Héðinsdóttir  
Sigurgeir Þorgeirsson  
Svavar Halldórsson                    
Tjörvi Bjarnason