Loading…

Samfélagslegábyrgð fyrirtækja

Global Compact – samfélagsleg ábyrgð

Mikil vitundarvakning hefur orðið á meðal fyrirtækja og stofnana um allan heim á síðustu árum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR). Ísland er þar engin undantekning og hafa fyrirtæki í öllum atvinnugreinum orðið vör við að erlendir viðskiptavinir búast við því að fyrirtækin hafa yfirlýsta stefnu í samfélagsmálum. Íslandsstofa hefur tekið  þátt í þessari umræðu og hefur hvatt íslensk útflutningsfyrirtæki til þess að innleiða samfélagslega ábyrgð sem gerir þau samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi.

Íslandsstofa skrifaði í september 2009 undir Global Compact samkomulag Sameinuðu þjóðanna og skuldbatt sig þar með til að taka þátt í umræðunni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á sínum vettvangi, ásamt því að hvetja þau til þess að tileinka sér þann þátt í starfsemi sinni.  

Meira um samfélagsábyrgð http://festasamfelagsabyrgd.is/

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is