Loading…

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Mikil vitundarvakning hefur orðið á meðal fyrirtækja og stofnana um allan heim á síðustu árum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR). Ísland er þar engin undantekning og hafa fyrirtæki í öllum atvinnugreinum orðið vör við að erlendir viðskiptavinir búast við því að fyrirtækin hafa yfirlýsta stefnu í samfélagsmálum. Íslandsstofa hefur tekið  þátt í þessari umræðu og hefur hvatt íslensk fyrirtæki til þess að innleiða samfélagslega ábyrgð sem gerir þau samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi.


Íslandsstofa tekur þátt í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta með helstu hagsmunaaðilum en Festa –Miðstöð um samfélaga ábyrgð og Íslenski ferðaklasinn eru ábyrgðaraðilar verkefnisins. Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni sem stuðlar að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð. Verkefnið styður þannig við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Verkefnið hefur einnig verið góður samstarfsaðili í tengslum við áherslur Ísland – allt árið. Yfir 300 fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsinguna um ábyrga ferðaþjónustu á árinu 2018. 

 
Íslandsstofa skrifaði í september 2009 undir Global Compact samkomulag Sameinuðu þjóðanna og skuldbatt sig þar með til að taka þátt í umræðunni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á sínum vettvangi, ásamt því að hvetja þau til þess að tileinka sér þann þátt í starfsemi sinni.  

Meira um samfélagsábyrgð http://festasamfelagsabyrgd.is/

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is